Hvað er meira gaman en að fara út að borða eða í leikhús? Kannski einmitt að blanda þessum tveimur upplifunum saman í eina!
Dagana 22.Október – 2. Nóvember næstkomandi verður sýning í Norræna húsinu sem skorar á hugtak leiklistar og matarmenningar. Sýningin heitir Völuspá og er verkefni sem hefur verið unnið að í rúmlega ár.
Ég fékk að kíkja á brot úr sýnignunni um daginn og hún virkar alveg ótrúlega spennandi. Í henni eru ýmsir ólíkir fletir teknir fyrir, t.d. Ragnarök, goðsagnirnar um Ask og Emblu og margt fleira. Þetta er óhefðbundið leikrit og verður spilað inn á öll skilningarviti n en ég get fullyrt að gestir munu eiga í vændum mikla veislu.
Total leikhús fyrir öll skilningarvit
Hópurinn sem stendur að sýningunni er frá Kaupmannahöfn. Þau sameina krafta sína við Norræna húsið og veitingastaðinn Dill og aðlaga efnivið úr Völuspá og norrænni goðafræði yfir á listrænt form. Sýningin er það sem kallast “Site specific”, en það gengur út að vinna með rýminu og nýta rýmið sem efnivið sem fléttast inn í sýninguna.
Norræna húsið er fallegt hús hannað af Alvar Aalto en ekki hafa allir skoðar allt húsið og hvað þá á svona nýstárlegan máta. Það verður spennandi að sjá hvernig leikhópurinn leikur sér með rýmið, breytir andrúmi þess og merkingu. Hvert rými mun bjóða upp á listræna stemningu sem er sköpuð með ljósum, lykt, bragði og hljóði. Það má því segja að verði um að ræða algjört “Total leikhús”. Leikhús sem vinnur með öll skilningarvitin. Jafnvel maturinn mun eiga sér táknrænar skírskotanir, þar sem unnið verður með gras, vatn, sól, blóð og önnur blæbrigði úr Völuspá.
Aðeins 24 komast að í einu
Allir aðstandendur sýningarinnar eru þaulreynt leikhúsfólk sem eru vön að vinna með sjónræna miðlun og performatív blæbrigði. Leikstjóri er Martin Tulinius en hann er einn stjórnenda Republique Theater í Kaupmannahöfn og er þekktur fyrir sjónrænar og nútímalegar sýningar. Alette Scavenius sem er bæði höfundur og dramatúrg verksins hefur unnið ásamt fjölmörgum leikhópum í Danmörku. Það er Mette Sia Martinussen sem sér um samsetningu matarins ásamt matreiðslumeistara Dills, Gunnari Karli Gíslasyni hefur unnið innan Madeleines Madteater í Kaupmannahöfn. Einnig hefur Mette unnið með New Nordic Cusine sem er talin hafa valdið matarbyltingu á Norðurlöndunum.
Hér má sjá link á manifesto þeirra. Það er svo Dorte Holbæk sem sér um hönnun sviðsmyndar og búninga og hefur hún mikið unnið með ímyndir bæði úr Völuspá og fornmenningu okkar Íslendinga og verður gaman að sjá. Hér er t.d. mynd af úlfabúning en Dorte sótti innblásturinn að búningnum í póstkort sem er að finna á Þjóðminjasafninu sem sýnir skip á siglingu til Íslands:
Það verður ennfremur spennandi að sjá hvernig frændur okkar danir takast á við að miðla okkar eigin menningu til okkar. Um verður að ræða samruna menningar, listar, leikhúss og matar og ætti enginn að láta þennan spennandi menningarviðburð framhjá sér fara! Leiksýningin er hönnuð með fullorðna í huga og komast að hámarki 24 manns að í einu.
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.