Það kannast allir við grínistana Pétur Jóhann Sigfússon og Þorstein Guðmundsson en þeir eru löngu búnir að skipa sér sess í hópi fremstu grínista landsins…
…Pétur þekkja margir úr Nætur- og Dagvaktinni og Þorsteinn sló í gegn í Fóstbræðrum á sínum tíma. Núna hafa þessir snillar sameinað krafta sína (aftur, en þeir voru einnig með uppistand fyrir 10 árum) og sett saman uppistand sem heitir Steini, Pési og Gaur á Trommu en þessi gaur á trommu er tónlistamaðurinn Helgi Svavar Helgason. Ég var svo heppin að fá að skella mér á frumsýningu verksins í gær en það er sýnt í Gamla bíó.
Stemmningin var mjög afslöppuð og kósí…og hress þökk sé Helga Svavari sem hélt uppi stuðinu á milli atriða með glæsibrag.
Þeir Pétur og Þorsteinn komu svo fram á svið til skiptis og fjölluðu um allt milli himins og jarðar, svo sem holdarfar, tónlistarnám, óperusögn og Ísland og íslendinga á 19 öld. Pétur og Þorsteinn eru báðir snillingar í að láta mjög hversdagslega og einfalda hluti hljóma fyndna sem sést vel í þessu verki, allavega hef ég aldrei hlegið jafn mikið að pælingum um ræktina og einkaþjálfara.
Ég mæli heilshugar með þessari sýningu fyrir þá sem vilja hlæja að öllu og engu eina kvöldstund! Hláturinn lengir lífið.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.