LEIKHÚS: Salurinn dansaði, söng, skoppaði og hoppaði með Latabæ!

LEIKHÚS: Salurinn dansaði, söng, skoppaði og hoppaði með Latabæ!

latib8

Langþráðum draumi fimm ára sonar míns rættist loksins í gær er hann sá sjálfan íþróttaálfinn á sviði!

Við skelltum okkur í Þjóðleikhúsið og sáum Ævintýri í Latabæ og urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík gleði, söngur og dans sem fyllti stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Allur salurinn varð fyrir geysilegum áhrifum og það leið ekki á löngu þar til salurinn dansaði, hoppaði, skoppaði og söng með.

latib7

Eins og flestir sem kannast við sögurnar úr Latabæ vita reynir Glanni glæpur allt sem hann getur til að stöðva Íþróttaálfinn og vini hans. Hann vill að bærinn sé sá latasti sem til er. Núna er hann búinn að margfalda sig og ráða til sín svokallaðar hreyfilöggur til að hjálpa sér við verkið. Víkja bæjarstjóranum frá og banna alla hreyfingu í bænum. Íþróttaálfurinn, Solla og vinir þeirra þurfa því að vinna vel saman til að stöðva Glanna glæp og bjarga Latabæ. Úr verður mikið og skemmtilegt ævintýri.

latib

 

latib4

Söngatriðin voru mjög skemmtileg og lífleg en það voru dansatriðin sem stóðu upp úr að mínu mati. Þau voru alveg þrælflott í sýningunni og það sem kom mér skemmtilega á óvart var að sjá hann Brynjar Dag (Ísland got Talent stjörnu) í flottu dansatriði og að sjá hann leika hund hreyfilöggunnar. Greinilegt er að hér er á ferðinni strákur með talenta í lagi!

latib5

Leikararnir fóru allir sem einn á á kostum og gerðu leiksýninguna alveg bráðskemmtilega, lifandi, fyndna og áhugaverða fyrir bæði börn og fullorðna. Mér fannst alveg einstaklega gaman að upplifa hvað leikararnir náðu vel til áhorfenda sinna og hversu mikið börnin lifðu sig inn í verkið.

latib2

 

latib1

Mæli eindregið með ferð í leikhúsið til að sjá Ævintýri í Latabæ, verk fyrir stóra sem smáa! Segi takk fyrir okkur kæru leikarar, dansarar og allir sem standa að þessu frábæra verki, við Mikki skemmtum okkur konunglega!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest