LEIKHÚS: Rímixaður Mávur í Borgarleikhúsinu – 4 stjörnur

LEIKHÚS: Rímixaður Mávur í Borgarleikhúsinu – 4 stjörnur

Mávurinn eftir rússneska skáldið Anton Tsjékhov þykir eitt merkilegasta leikrit sögunnar. Það er sérlega vel skrifað, flottar persónur, góður texti, rífandi stemmning.

Sögusvið verksins, sem var skrifað árið 1896, er upprunalega á rússnesku sveitasetri en í uppfærslunni sem nú má sjá í Borgarleikhúsinu, er sögusviðið glæsilegt sumarhús á Íslandi. Þar eru samankomin fjölskylda og nokkrir vinir þeirra, flest listafólk, flest frekar tæp á því ef svo mætti að orði komast. Mjög hress samt, en tæp, eins og við flest. Svona inn á milli að minnsta kosti.

Þau eyða þarna saman nokkrum dögum, drekka smá, eins og gengur og gerist, og takast á um lífið, ástina og listina. Á milli flestra þeirra ríkir einhverskonar spenna. Mismikil þó. Sá eini sem er nokkuð laus við spennu er karakter Jóhanns Sigurðarsonar sem situr eins og zen meistari á sviðinu út mestalla sýninguna. Hin eru flest bæði tens og tryllt og útkoman er hin besta skemmtun.

Anton Tjekhov situr hér í miðjunni og les verkið með leikhópnum sem flutti verkið upprunalega í Rússlandi.
Anton Tjekhov situr hér í miðjunni með hornspangargleraugu og les verkið með leikhópnum sem flutti verkið upprunalega í Rússlandi.

Dæmigerðir komplexar

Þetta eru vel mótaðir og skýrir karakterar með dæmigerða komplexa; lausláti læknirinn sem er byrjaður að eldast, tilvistarkreppti rithöfundurinn eða miðaldra 43 ára dívan sem óttast að hafa misst eitthvað af stinnleikanum og sexappílinu.

Nú eða þá blessuð ungmennin sem eru gersamlega að springa úr tjáningarþörf og því að vilja “vera einhver” í augum þeirra eldri. Þvílíkar erkitýpur.

Það er þessi skarpa næmni höfundarins á lotukerfi mannsálarinnar sem gerir þetta verk svo flott. Fyrir utan frábæran texta auðvitað og væntanlega vel heppnaða yfirfærslu þýðandans og þess sem nútímavæddi hann frekar.

Mæðgin í mögnuðum slag.
Mæðgin í mögnuðum slag.

Pimp up my play

Það er algengt að verk sem skrifuð eru fyrir löngu síðan séu pimpuð upp og sett í nýstárlegan búning. Stundum myndi ég halda að það væri alveg nauðsynlegt og stundum bara alls ekki.

Til dæmis held ég að við pizzuæturnar á Íslandi 2015 yrðum alveg úti á þekju að hlusta á ræðu rithöfundar sem þusaði um samtímamál í Rússlandi 1896. Því var örugglega alveg nauðsynlegt að endurskrifa ræðuna um flóttamenn og aðrar fréttir sem rithöfundurinn BT (leikinn af Birni Thors) flutti svo afbraðgsvel í verkinu. Allur salurinn var að tengja.

Þó maður viti ekki mikið um leikhúsrímix verður manni strax alveg augljóst að leikstjóri sýningarinnar hlýtur að vera mikill fagmaður í þessu. Fagmaður sem þekkir hráefnið sitt vel. Það er nefninlega ekki hægt að rímixa neitt vel nema hafa ofsalega sterk tök á efniviðnum.

Yana Ross er enginn amatör þegar kemur að því að rímixa rússnesk leikrit. Svo mikið verður manni ljóst eftir að hafa séð Mávinn í hennar leikstjórn.
Yana Ross er enginn amatör þegar kemur að því að rímixa rússnesk leikrit. Svo mikið verður manni ljóst eftir að hafa séð Mávinn í hennar leikstjórn.

Meira chiagrautur en kókópöffs

Sú sem stýrir þessu svona með styrkri hönd heitir Yana Ross og er ættuð frá Litháen. Hún er með góða menntun í leikhúsfræðum og sérstakan áhuga á Rússnesku leikhúsi. Það hefði því varla verið hægt að finna flottari manneskju í djobbið. Heimasíðan hennar er hér. 

Hún flakkar um heiminn og setur upp rímixuð klassísk leikrit, milli þess sem hún stýrir leikhúsi í heimalandi sínu.

Ætli ég verði ekki að segja að Mávurinn sé svolítið leikhús fyrir lengra komna og alla sem eru mjög skotnir í leikhúsi og bókmenntum. Mávurinn er meira hafragrautur en Cheerios. Meira chiagrautur en kókópöffs. Maður verður saddur frekar lengi og ekkert bumbult. Maður hefur gott af þessu.

Til dæmis held ég að við pizzuæturnar á Íslandi 2015 yrðum alveg úti á þekju að hlusta á ræðu rithöfundar sem þusaði um samtímamál í Rússlandi 1896. Því var örugglega alveg nauðsynlegt að endurskrifa ræðuna um flóttamenn og aðrar fréttir sem rithöfundurinn BT (leikinn af Birni Thors) flutti svo afbraðgsvel í verkinu. Allur salurinn var að tengja. 

Fjórar stjörnur

Sumar senurnar eru alveg hreinasta snilld. Til dæmis slagur mæðginanna, karaoke fylleríið, buslugangurinn í lokin og angistarfulla ræðan hans BT.

Halldóra Geirharðs er mergjuð í sínu hlutverki sem magnaða listamamman sem öllu stjórnar og aðrir leikarar standa sig hreint prýðilega án þess að ég analýseri það eitthvað sérstaklega. Þau bara léku vel, bæði saman og hvert fyrir sig. Það eina sem ég hef út á þetta að setja var að sýningin hefði mátt vera ögn styttri, nú eða þá tvö hlé. Rússneskt drama tekur svolítið á en….

…þegar öllu er á botninn hvolft má segja að það sé alveg einstaklega gott harmóný í þessari sýningu. Góður mávur.

Leikmyndin, búningarnir, tónlistin, bara allur pakkinn. Samhljómurinn allur. Það væri ósanngjarnt að gefa henni minna en fjórar stjörnur.

4 out of 5 stars (4 / 5)

Leikstjórn: Yana Ross Leikarar: Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísladóttir Leikmynd: Zane Pihlström Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Dramatúrg: Aina Bergroth
Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest