Nú stendur yfir glæný sýning í Tjarnabíó og aðeins örfáar sýningar eftir. Sýningin, sem heitir Caroll berserkur, er gagnvirkt þáttökuleikhús um hinar ólíku hliðar mannsins í gegnum kynjaverur Undralands.
Atburðirnir í sýningunni eru spunnir út frá spurningum hópsins um samfélagsleg gildi og rannsakar hvað megi sýna og hvað þurfi að fela í daglegu lífi.
Galsafull og ryþmísk skrif rithöfundarins Lewis Carroll eru notuð fyrir tilraunakenndan stíl leikhópsins. Sýningin sameinar raunveruleika okkar og skáldskap Lísu í Undralandi í gegnum gagnvirt þáttökuleikhús sem ferðast um ólík rými Tjarnarbíós. Áhorfandinn gengur inn í draumaheim þar sem töfrar leikhússins skapa ævintýralega veröld með óvanalegum uppákomum.
Þau sem standa fyrir sýningunni er leikhópurinn Spindrift. Það eru samankomnir rúmlega 25 listamenn úr ólíkum áttum sem vinna að þessari fyrstu sýningu hópsins í fullri lengd. Facebook síðu þeirra er síðan hægt að skoða HÉR. Það er alltaf gaman að brjóta upp kvöldið og kíkja á óhefðbundnar leiksýningar – Ekkert nema gaman!
Næstu sýningar eru: annað kvöld, miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl Hægt er að nálgast miðapantanir á midi.is – Leikhúsháhugafólk má alls ekki missa af þessu!
[vimeo]https://vimeo.com/124708348[/vimeo]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.