LEIKHÚS: Hleyptu þeim rétta inn – Fullkomin sýning fyrir hugrakkar mæðgur

hleyptuþeimrettainn

Hleyptu þeim rétta inn er í stuttu máli fullkomin leiksýning fyrir hugrakkar mæðgur sem hafa gaman af vampírusögum, það er að segja ef dóttir eða dætur eru á aldrinum 12 ára og eldri.

Hleyptu þeim rétta inn er spennandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu vampírustelpu og drengs sem verður fyrir aðkasti í skólanum. Þau eru auðvitað ákaflega sérstök bæði, og það er saga þeirra líka.

Unglingsstrákurinn Óskar er einmana og vinalaus, og lagður í einelti í skóla. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í íbúðina við hliðina á honum, þar sem hann býr einn með móður sinni, umturnast tilvera hans.

Nú er sérstakt 2 fyrir 1 tilboð á fyrir þau sem eru skráð á póstlista miða.is en það gildir aðeins á sýningarnar 16. og 23. apríl. Fyrir mæðgur sem langar að skreppa saman í leikhúsið viljum við á Pjattinu mæla hiklaust með þessari skemmtilegu sýningu!

Verkið hefur slegið í gegn í Bretlandi, New York og á Norðurlöndunum, en það er byggt á metsölubók og kvikmynd sænska rithöfundarins Johns Ajvides Lindqvists. Kvikmyndin var svo endurgerð í Hollywood undir heitinu Let Me In.

leikhus

Leikarar í sýningunni eru Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svava Björg Örlygsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.

Leikstjóri er Selma Björnsdóttir, Leikmynd Halla Gunnarsdóttir, Búningar María Th. Ólafsdóttir, Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson, Tónlist Högni Egilsson, Upptökur og tónlistarvinnsla: Marteinn Hjartarson Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson og Högni Egilsson, Myndbandshönnun Rimas Sakalauskas, Þýðing Magena J. Matthíasdóttir.

Aldursviðmið: Fyrir fullorðna og óhrædda unglinga frá 12 ára aldri.

Hér er svo meira um verkið…

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: LEIKHÚS: Hleyptu þeim rétta inn – Fullkomin sýning fyrir hugrakkar mæðgur