Næsta fimmtudag (25 feb) verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu verk sem heitir Hleyptu þeim rétta inn en það er byggt á þekktri hrollvekju – skáldsögu og bíómynd eftir John Ajvide Lindqvist, sem sló í gegn í Evrópu og var endurgerð í Hollywood undir heitinu Let Me In.
Leikritið hefur farið sigurför um leikhús beggja vegna Atlantshafsins og verið sett upp bæði á West End og Broadway.
Það fjallar um 12 ára dreng sem lagður er í einelti en líf hans breytist þegar vampíra flytur í næstu íbúð.
Hleyptu þeim rétta inn mætti lýsa sem hrollvekjandi ástarsögu og er engu til sparað í uppsetningunni – leikstjóri er Selma Björnsdóttir, Högni Egilsson hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og björgunarsveitarmenn og sérfræðingar í áhættuleik hafa aðstoðað við sviðsetningu á ákveðnum atriðum sýningarinnar þar sem blóðið flæðir og vampíran Elí leikur lausum hala.
Við á Pjattinu erum sjúklega spenntar að sjá þetta verk enda er þetta alveg frábær saga og bæði Selma og Högni svo mikið fagfólk og einstakir listamenn!
Tekið er fram að verkið er ekki fyrir krakka undir 12 ára nema þau séu alveg ofsalega hugrökk. Hér er svo til gamans sýnishorn úr erlendri uppfærslu á verkinu:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.