Mér fannst ég vera komin í óskaland við komuna til Akureyrar en Akureyri hefur yfir sér eilítið danskt yfirbragð og tekur vel á móti þreyttum ferðalöngum.
Þangað ók ég síðla sumars með góðum vinum mínum. Það var ekki síður ánægjulegt að renna að hlaði í Holtagötunni og ganga inn í fallega einbýlishúsið sem við leigðum. Það er í Funke og Art Deco stíl, byggt árið 1933.
Gulla í MáMíMó innréttaði þessa litlu höll og útkoman er sannarlega smart og pínulítið poppuð. Á gólfunum er hvíttaður Askur, í stofunni eru fallegir stólar í 60´s stíl og sérvaldir munir sem greinilega hafa verið keyptir á sniðugum mörkuðum í sveitinni. Mér leið strax vel hérna enda er þetta sannarlega griðarstaður í vinalegum bæ.
Ef þú átt leið til höfuðborgar Norðurlands bíður þetta fallega og vinalega hús eftir þér og fjölskyldu þinni og öllum vinum ykkar. Sjö manns geta sofið hér í sátt og samlyndi og á góðum sumardögum ímynda ég mér að það sé gaman að sitja á pallinum með hvítvín og sóla sig. Svo er stutt í allar nauðsynjar, sundlaugina, listasöfn, matvöruverslanir og aðrar betri búðir bæjarins.
Hér má smella til að sjá heimasíðu hússins.
Smelltu hér til að stækka myndirnar:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.