Það er alltaf gaman þegar íslensk hönnunar fyrirtæki slá í gegn en Volcano Design er merki sem sannarlega hefur slegið í gegn upp á síðkastið.
Hönnuðurinn Katla Hreiðarsdóttir er bæði fatahönnuður og innanhúsartítekt. Volcano Design hanna t.d. leggings sem þær kalla leggjabrjóta – snilldar nafn ! Þessar leggings eru alveg gördjöss og ég er að spá í að splæsa í eins og einn leggjabrjót og ‘break a leg’ í bænum 😉
Þau eru líka með ótrúlega fallega kjóla sem nefnast Aska: þunnir, flottir og sumarlegir ! – og svoo margt fleira eins og fallega kraga sem eru algjört augnakonfekt! Þú getur skoðað úrvalið Hér eða kíkt til þeirra á Laugarveg 40.
Íslenskt – Já Takk!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.