Nú þegar stærsta skemmtunarhelgi ársins er farin af stað er vel við hæfi að blanda sér virkilega góðan kokteil, enda löng helgi framundan og margir að njóta seinustu sumarfrísdaganna.
Vatnsmelónu og gúrku kokteill er ljúffengur og svalandi drykkur og vel við hæfi að enda frábært kokteilasumar með þessari skemmtilegu vodkablöndu.
INNIHALD
- 700 gr. steinlaus vatnsmelóna, skorin í stóra bita
- 1 stk. stór gúrka, flysjuð og skorin í stóra bita
- 4 msk. ferskur lime safi
- 2 msk. hunang
- 1,5 dl Smirnoff Red vodka
- Mulinn klaki
- Gúrkusneiðar, til skrauts
AÐFERÐ
Setjið stórt sigti yfir skál. Setjið vatnsmelónubitana í blandara eða notið töfrasprota til að merja niður melónuna svo úr verður mauk. Hellið maukinu í sigtið og notið spaða til að ýta maukinu í gegnum sigtið svo eftir verði safinn úr melónunni. Gerið hið sama við gúrkuna og blandið safanum af gúrkunni við vatnsmelónusafann.
Blandið saman í skál lime safanum og hunanginu. Bætið við vatnsmelónu og gúrkusafanum, Smirnoff vodka og hrærið öllu saman.
Til að gera drykkinn sætari má bæta við meira hunangi.
Borið fram í háum glösum. Setjið handfylli af muldum klaka í glösin og hellið síðan vodkablöndunni yfir. Skreytið með gúrkusneiðum.
Njótið vel um verslunarmannahelgina!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.