Margir kannast við hina laglegu leikkonu Laufey Elíasdóttur, meðal annars úr myndinni Brúðguminn eða úr auglýsingum Sóley Organics.
Fyrir tveimur árum flutti Laufey til Noregs þar sem hún býr í Sletteland í bænum Dale ásamt manni sínum Steingrími Eyfjörð og börnum. Þar vinnur hún m.a að því að setja upp leikverkið Umarkerens Hjarte en það sama leikrit mun svo verða sett upp víðar í Noregi.
“Í sumar byrja ég svo að æfa nýtt leikrit sem heitir Loosing. Það er í þremur þáttum og verður flutt á ensku. Steingrímur sér um leikmyndina í því verki. Hér í Dale er eiginlega að myndast listamannabæli. Við erum að vinna í því að fá leikhús, gallerý eða einskonar menningarhús,” segir Laufey… sem er búin að eignast margar vinkonur í meyjarmerkinu síðan hún kom til Noregs.
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið? Það er rosalega misjafnt, stundum sef ég eins og steinn og aðra stundina fer hugurinn á flug og þá er auðvitað ekki mikið sofið.
Hefurðu séð draug, álf eða geimveru? Nei, það held ég ekki. Samt virka margir eins og álfar, draugar eða geimverur á mig.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það? Eftir að ég flutti hingað til Dale þá urðu allar vinkonur mínar meyjur!
Í hvaða stjörnumerki ert þú? Ég er vatnsberi.
Áttu uppáhalds hönnuð? Nei, ekki ennþá.
Flottasta fyrirmyndin? Mamma.
Uppáhals tímasóunin? Tölvan.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu? Urmakerens Hjarte.
Hvaða 5 hluti tækirðu með út í geim?
Hvernig bíl langar þig í ? Umhverfisvænan svifbíl!
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Nei, en eg er mjög hrifin af Neil Young og nýjasta stjarnan núna er Jonas Alaska.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Ihcz-Ila8DM [/youtube]
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum? Mér finnst mjög mikilvægt að pör geti rifist og látið skoðanir sínar í ljós á sama tíma og það er virt og allt í góðu.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Leika á norsku.
En erfiðast? Leika á norsku og halda heimilinu hreinu og fínu.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Veit ekki- læknir?
Að lokum, heilræði til okkar hinna?…
Kannski bara að kýla á það?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.