Fermingarundirbúningur er nú að tröllríða þúsundum heimila á Íslandi og að mörgu skal huga.
Fermingarbörn hafa ákveðnar skoðanir á því hverju þau vilja klæðast enda fermist maður bara einu sinni og fermingin er “stóra stökkið” inn í fullorðinsheim.
Það er algengt að stúlkur eignist sína fyrstu hælaskó þegar þær fermast en svo eru aðrar sem alls ekki vilja fara í hælaskó og þá þykir nú sérlega töff og hentugt að fjárfesta í skóm sem verða notaðir meira en bara í veislunni sjálfri, nefnilega strigaskóm.
Converse er þá aðalmerkið og hafa stjörnurnar og tískuheimurinn verið dugleg að klæðast þeim.
Hér má sjá margar uppáhalds stjörnur unglinga í dag í sparifötum og converse skóm, tíska sem er ekki bara töff heldur líka hentug og þægileg…
_____________________________________________________
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.