Í gær birtum við myndir af því nýjasta sem er að detta inn í H&M búðirnar í haust en hversu flókið skyldi nú vera að skella sér í verslunarferð fljótlega og hvað kostar það?
Oft er nefninlega mun ódýrara að fljúga út fyrir landsteinana heldur en innanlands (takk túristar!), málið er bara að skoða og gramsa og vera fljót að ákveða sig þegar flotta verðið birtist beint fyrir framan þig.
Hér fyrir neðan má sjá tölfu sem sýnir alla áfangastaði sem flogið er til í beinu flugi frá Íslandi, flugtímann, fjölda H&M búða og flugfélög.
Flugverðið miðast við að lagt sé í hann í september 2013 og dvalið í 3 til 7 daga. Töskugjöld eru að sjálfsögðu inn í verðinu því við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef farið er í H&M þá er ekkert verið að koma farangurslaus heim aftur.
Hvað er langt í næstu H&M?
Til að komast sem fyrst í næstu H&M verslun er best að skella sér til Glasgow en flugtími þangað er um tveir tímar og fimm mínútur með Icelandair og er ódýrasta verðið 43.639 ef miðað er við brottför í september. Hins vegar er ódýrast að fara til Oslóar, þ.e. 21.948 krónur með Norwegian en það tekur tvo tíma og 40 mínútur eða rétt um 35 mínútum lengur. Hagkvæmast, sé tekið tillit til verðs og tíma, er Edinborg með easyJet en það kostar 23.982 krónur og tekur tvo tíma og 15 mínútur.
Hvernig kemst ég ódýrast í næstu H&M?
Ef miðað er við að gist sé í 3 nætur í miðborg Glasgow á þriggja stjörnu hóteli má reikna með að verð fyrir tvo sé frá 9.000 nóttin. Osló er hins vegar mun dýrari en þar kostar gistingin í tveggja manna herbergi 20.000 krónur nóttin fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli og að auki er líka dýrt að versla í Osló. Edinborg er síðan mitt á milli þessara tveggja borga er varðar gistingu en þriggja störnu hótel er þar á 15.000 krónur nóttin fyrir tvo. Því kostar ferðin á mann um 45.000 til Edinborgar með flugi og gistingu og er borgin því hagkvæmasti kosturinn ef tekið er bæði flug og gisting á þriggja stjörnu hóteli.
Fyrir þau sem vilja rosalegt úrval þá má geta þess að í beinu flugi frá Íslandi er hægt að komast í langflestar H&M búðirnar í Stokkhólmi þ.e. 35 talsins en þar á eftir eru svo Berlín með 29 H&M og Madrid með 22 talsins. Í Kölnarborg eru 6 H&M búðir en sú borg er sérlega skemmtileg, með flottum göngugötum og góðum mat en flug þangað tekur 3:15 kls og flugið er á rúmar 36.000.
…og nú er bara að velja! Happy shopping!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.