Madrid er borg hinna blóðheitu. Borg fyrir fólk sem elskar litla sjóðheita bari, litríka menningu, brjálaða stemmingu, – og Pjatt.is í samstarfi við VITA langar að bjóða ljónheppnum lesanda helgarferð fyrir tvo, flug og hótel til þessarar yndislegu borgar, nú í lok október.
Þú getur boðið ástinni þinni, vinkonu, vini, mömmu, pabba, dóttur eða syni…hverjum sem er, í sól og síðbúinn sumaryl eina ljúfa helgi í lok október.
Madríd er falleg og fjölbreytt, ein af stórborgum Evrópu og höfuðborg Spánar síðan á 16 öld.
Tilhugsunin að rölta með þínum heittelskaða, setjast á notalegt kaffihús á götuhorni, panta ljúffengan tapasrétt með hráskinku eða geitaost með karamelluhnetum, drekka rautt eða hvítt, narta í ólífur og skoða mannlífið.
Rölta svo meira um, kíkja á söfn, skoða hýra hverfið, fara í pikknikk í skrúðgarðinum El Retiro, versla jólagjafir í H&M eða öðrum flottum búðum, detta svo inn á flamenkó stað í lok kvöldsins eða einn af þessum sjóðheitu börum sem finnast á öðruhverju horni, flísalagðir í hólf og gólf, skrautlegir og skemmtilegir.
Það er fátt dásamlegra en menningin á Spáni, – sérstaklega fyrir þær sem hafa svolítið heitt blóð í æðum og kunna að meta hlýja loftslagið og ástríðufullt andrúmsloftið.
Til að eiga möguleika á þessari ferð skaltu skrá þig á Póstlista VITA en þau lenda í úrtaki sem skrá sig frá og með deginum í dag og skráningarglugginn er hér fyrir neðan. Ekki flókið!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.