Snillingarnir hjá Farmers Market eru ekki með vor/haust/sumar og vetrarlínur eins og mörg önnur merki heldur frumsýna þau alltaf reglulega nýjar flíkur.
Nú síðast er það jakkapeysa sem fengið hefur hið þjóðlega heiti Lambafell enda er peysan afrakstur áframhaldandi þróunarvinnu þeirra hjá Farmers með íslensku ullina.
Á peysunni eru tveir vasar að framan og tölurnar eru úr lambshorni en hún fæst í hvítu, gráu og svörtu og er framleidd í einni stærð eins og margar flíkur hjá Farmers Market.
Þetta er flott og kósý peysa í smá svona 90’s stíl. Við spáum því að hún eigi eflaust eftir að falla í kramið en eins og margir vita hafa fleiri peysur frá Farmers Market náð miklum vinsældum enda fer hér saman vönduð vara, góð efni og íslenskt hugvit.
Eitthvað sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur Pjattrófum!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.