Lakkrístoppar með karamellu & sjávarsalti

Lakkrístoppar með karamellu & sjávarsalti

imageÉg ákvað að prófa eitthvað aðeins nýtt hráefni í lakkrístoppana í ár og setti nýja rjómasúkkulaðið frá Nóa Síríus saman við en það inniheldur karamellukurl og sjávarsalt.

Þetta hljómar ekki bara vel heldur smakkast þetta rosalega vel. Lakkrístoppar eru algjörlega ómótstæðilegt jólasælgæti og svona eru þeir aðeins öðruvísi og alveg dásamlega góðir.

Innihald:

1. 3 egg
2. 200 gr sykur eða púðursykur
3. 150 gr Nóa rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.
4. 150 gr lakkrískurl

Aðferð:

1. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum rólega saman við og stífþeytið.
2. Saxið súkkulaðið niður og setjið það saman við blönduna ásamt lakkrískurlinu.
3. Setjið með teskeið á bökunarplötu og bakið við 160 gráður í 15.mín.

Njótið og passið að bera ekki allt fram í einu af því þá klárast það!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest