1-15 október eru flottir herramenn um allan heim að skarta lakkaðri nögl. Það muna ef til vill einhverjir eftir herferðinni frá því í fyrra og nú er herferðin aftur komin af stað til að vekja athygli og sýna stamstöðu á þessu verðuga málefni.
Polished Man herferðin var stofnuð af Elliot Costello árið 2014 eftir heimsókn hans til Kambódíu. Eitt kvöld hitti hann unga stúlku að nafni Thea, en hann var þar á vegum YGAP að sinna verkefni, en þeir standa nú einnig fyrir Polished Man herferðinni.
Þó svo tungumálaörðuleikar hafi verið til staðar tengdust þau góðum vinaböndum og töluðu saman í fleiri tíma. Í lok kvöldsins teiknaði svo Thea hjarta í lófa Elliots og lakkaði neglurnar hans fagurbláar.
Daglegt kynferðisofbeldi á munaðarleysingjahæli
Seinna fékk Elliot svo að vita sögu Theu sem snerti hann djúpt. Hún missti föður sinn þegar hún var 8 ára og þar sem fjölskyldan hafði engar tekjur sendi móðir hennar Theu á munaðarleysingjahæli í von um að hún fengi betra líf.
En þar varð hún fyrir kynferðislegu- og líkamlegu ofbeldi á hverjum degi, af þeim sem áttu að hugsa um hana og gera líf hennar betra.
Ellito fannst því lökkuðu neglurnar vera fullkomin leið til að vekja athygli og að hefja umræðu um ofbeldi gegn börnum.
Ein af hverjum fjórum stúlkum verða fyrir kynferðisofbeldi
UNICEF áætlar að 1 af hverjum 4 stúlkum og 1 af hverjum 5 börnum verði fyrir kynferðislegu- og/eða líkamlegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Herferðin náði til um 58 milljón manns í fyrra og ætla þeir að gera betur í ár.
Herferðin gegnur ekki einungis út á athygli á málefninu heldur stendur hún einnig fyrir fjáröflun fyrir börn sem búa við mikla fátækt.
,,Það er mikilvægt að átta sig á að þetta er alþjólegt vandamál.” Sagði Costello í viðtali við Huffington Post.
,,Þó svo flestir karlmenn fremji ekki ofbeldisglæpi eru 90% af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum framið af karlmönnum og við berum allir ábyrgð á að breyta því.”
Skráðu þig og byrjaðu að safna
Þú getur fylgst með herfðinni á Instagram undir tagginu #POLISHEDMAN og á heimasíðu YGAP. Þar getur þú einnig skráð þig í átakið og byrjað að safna. Þú færð veglegan startpakka sem inniheldur meðal annas naglalakk, plaggöt og fleiri varning merktan málefninu.
Við hvetjum því alla alvöru menn til að taka þátt og bera naglalakk með stolti. Því það vita jú allir að alvöru karlmenn eru 110% á móti öllu ofbeldi.
Myndir: YPAG og Instagram
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.