Núna þegar önnur hver manneskja er með tattoo þá hafa streymt inn á markaðin allskyns vörur sem eru sérstaklega hannaðar til að hylja þau tímabundið…
…Ég hef sjálf ekki prófað slíka vöru en ég get ímyndað mér að þær séu bara svipaðar góðum hyljara. Jafnvel fyrir þá sem að elska tattooin sín þá getur verið ágætt að geta hulið þau ef að þannig liggur á.
Ef fötin ná ekki að fela það sem þú villt fela þá er sniðugt að kunna að nota vörurnar sem þú átt nú þegar í snyrtibudduni.
Hér er aðferð sem að ætti að virka á flest tattoo, þetta eru nokkur skref sem allir ættu að ráða við:
1.Byrjaðu á að setja hyljara á húðflúrið og passaðu bara að blanda honum vel út svo að það myndist ekki áberandi skil.
2. Næst skaltu púðra yfir hyljarann, sniðugt að nota svamp til að gera þrýst púðrinu almennilega á.
3. Næsta skref er að setja farða yfir svæðið og notaðu fingurna, þannig hefuru meiri stjórn á því sem þú ert að gera. Passaðu bara að setja lítð í einu og smátt og smátt bæta við eftir því sem þarf.
4. Svo er skref 2 endurtekið, settu púður yfir til að festa farðann og koma í veg fyrir að hann leki eða smitist í föt.
5. Það fer eftir því hvar tattúið er staðsett en þú gætir þurft að setja sólarpúður eða kinnalit yfir svæðið ef að liturinn er ekki réttur. Það er best að nota lítinn kinnalitabursta í þetta seinasta skref.
Voila, núna ætti tattooið að vera falið!
Hér er svo myndband frá youtube gellunni Pixiwoo en í því sýnir hún okkur hvernig hún hylur tattoo sem hún er með á ristinni. Hún fer reyndar aðeins flóknari leið en er hér fyrir ofan.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.