Fyrir nokkrum dögum kom út nýjasta myndband Lady Gaga við lagið Born this way.
Ég bíð alltaf með eftirvæntingu eftir þegar Lady Gaga kemur með ný myndbönd enda eru þau ólík öllu öðru. Myndbandið er reyndar ekki það besta sem ég hef séð frá henni en mjög flott samt sem áður. Það er stíliserað af Nicola sem er minn eftirlætis stílisti og sá besti í bransanum.
Gaga klæðist flottum designer fötum í myndbandinu eftir t.d. Thierry Mugler, Alexis Bittar, Erickson Beamon, Kobi Levi ofl. en hauskúpu-jakkafötin eru uppáhalds lúkkið. Féll gjörsamlega fyrir því, hárið, make-upið og bara ALLT.
Mér fannst einnig koma skemmtilega út að hafa Gaga með venjulegt hár, lítið make-up og í plain svörtum nærfötum. Það tónar aðeins niður geðveikina í hinum fötunum og framkallar gott jafnvægi. Lady Gaga verður klikkaðari í klæðarburði með hverjum deginum og ég kann vel við það! Hún er ekki nema 24 ára gömul og er strax orðin STYLE-ICON. Geri aðrir betur.
Mér finnst Lady Gaga vera ein af fáum söngkonum sem eru sannir listamenn.
Það vita ekki allir að hún semur nánast öll (ef ekki öll) lögin sjálf og maður hefur sjaldan séð söngkonu sem eyðir jafn miklum peningum og tíma í klæðaburð. Ég hlusta ekki mikið á popptónlist en ef ég geri það þá verður Lady Gaga oftast fyrir valinu.
Reyndar hlusta ég líka á Rihönnu en það er önnur saga. Lady Gaga er skemmtilegt fyrirbæri og hún hefur gert mikið fyrir tónlistarbransann. Aðrar söngkonur þora meira í klæðarburði eftir að hún kom til sögunar.
Ég er bara forvitin að sjá hvernig hún ætlar að ná að toppa sjálfa sig trekk í trekk. Þetta hlýtur að enda í vitleysu sem verður gaman að fylgjast með.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.