Ótrúlegt en satt þá er hin japanska Hello Kitty 35 ára! Hello Kitty ættu flestir að þekkja en fyrir þá sem ekki vita þá er hún lítil japönsk kisa með rauða slaufu í hárinu sem hefur á þessum 35 árum orðið gríðarlega vinsæl um allan heim.
Þessi sæta kisa er út um allt, hún hefur til dæmis birst í sjónvarpsþáttum, á leikföngum, fatnaði og skartgripum svo eitthvað sé nefnt. Margar Hollywood-stjörnur elska líka hello kitty, þar á meðal Lady Gaga.
Núna hefur Lady Gaga fagnað 35 ára afmæli Hello Kitty með mjög áhugaverðri myndatöku. Á þessum myndum sést Lady Gaga sporta alskyns Hello Kitty fatnaði og aukahlutum og auðvitað rauðu Hello Kitty slaufunni.
Það voru ljósmyndararnir Markus Klinko og Indrani sem smelltu þessum mega hressu myndum af dömunni. Myndir þessar munu svo meðal annars fylgja sérstakri endurútgáfu Fame plötunar…og já Lady Gaga segist einnig ætla að gefa hárlokk af sér með með hverri endurútgáfu. Jebbs -henni tekst alltaf að toppa sig.
Smellið á þessar flottu myndir til að sjá þær stærri.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.