Lady Gaga fer helst ekkert án þess að taka hundinn sinn með en því miður kemst ofurstirnið ekki allra ferða sinna með gæludýrið sem ber nafnið Asía.
Til dæmis ætlaði hún að taka Asíu með á tónleikaferð til Asíu en var sagt að tíkin þyrfti að verða eftir í Ameríku þar sem sóttvarnarlög kveða á um að gæludýr megi ekki valsa um nema fara fyrst í sóttkví, svona eins og við þekkjum hér.
Af þessu tilefni skrifaði Gaga á Twitter:
“Þau leyfa mér ekki að taka Asíu með til Asíu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera án Baby Girl. Við höfðum svo mörg plön í Tokyo!”
Lady Gaga klárar tónleikaferð sína í Norður Ameríku í þessari viku en 13 og 14 þessa mánaðar á hún að spila í Tokyo en eftir það er ferðinni heitið til Suður – Kóreu þar sem hún spilar 16 ágúst.
Daman kveðst vera í mjög nánu og góðu sambandi við hundinn sinn en hún heldur því fram að hundar geti átt í samskiptum bara með því að horfast í augu. Sjálf segist hún tjá sig við hundinn sinn með því að nota ólíka líkamsparta.
Í viðtali við Harpers Bazaar útskýrði hún fyrir Karli Lagerfeld að þær Asía ættu í mjög nánu og sérstöku sambandi.
“Hún talar líka mikið við mig með fallegu, stóru augunum sínum. Og eyrun á henni eru sérlega stór en ég veit alltaf að henni líður vel með mömmu því eyrun á henni eru oftast slök.”
“Asía elskar líka að láta nudda á sér kviðinn. Hún leggst á bakið öllum stundum til að láta mig vita,” segir dívan og bætir við. “Asía er innblástur minn fyrir svo margt. Hún hefur virkilega sýnt mér hvað það er mikilvægt að lifa í núinu. Ef ég geri það ekki þá fer hún yfirleitt framhjá mér og ég tek ekkert eftir þessum fallegu svipbrigðum hennar. Hún er mjög rómantísk og elskulegt dýr.”
En hún má samt ekki koma með til Íslands. Eða Asíu. Leitt fyrir Gaga.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.