Lady Gaga fer alls ekki ótroðnar slóðir þegar kemur að tónlistarmynböndum en nýjasta afurð hennar er lagið “Applause”.
Í myndbandinu við lagið er söngkonan afar fáklædd eða bara nánast allsber, dansandi, klappandi og í hinum ýmsu gervum. Hún er allt frá því að vera með Pixie klippinguna frægu og yfir í það að vera með sítt ljóst hár sem liðast um allt fyrir framan vindvélina.
Lagið er ágætt í sjálfu sér, viðlagið er grípandi og ég hugsa að þetta eigi eftir að vera smellur.
Gaga sagði í viðtali við frumsýningu myndbandsins að hún hafi aðeins hugsað um aðdáendur sína á meðan hún samdi þetta lag en það er litlu skrímslunum (little monsters) að þakka hversu langt hún hefur náð að hennar eigin sögn.
Hér er myndbandið-hvað finnst þér?
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pco91kroVgQ[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig