Lady Gaga er ekki feimin við að koma fram í hinum ýmsu gervum. Margir segja að hún sé ljót en henni er nokk sama um álit annarra og gerir það sem henni sýnist.
Lady Gaga var nýlega kosin kona ársins af tímaritinu Glamour. Gaga segir í viðtali við tímaritið að hún viti vel að hún sé ekki “venjulega” falleg eða falleg eins og samfélagið skilgreinir fegurð. Þá segir Gaga að ef til væri einhver stærðfræðiformúla sem myndi reikna út fegurð þá myndi hún ekki falla undir útkomu hennar.
Gaga segir einnig að henni finnist það allt í lagi og að hún sé ekkert ofurmódel. Að það sé einfaldlega ekki það sem að hún geri, að hún skapi, syngji og sé listamaður. “Það er ekkert gaman að vera “fallega” stelpan í tónlistarbransanum” segir hún.
Lady Gaga glímdi við átröskun á sínum yngri árum en segir að í dag sé hún sátt við líkama sinn eins og hann er. Hún bætir einnig við að hún eigi þó sína slæmu daga eins og aðrir en í dag sé hún mun sjálfsöruggari en áður. Hún er farin að sætta sig við að hlutirnir séu eins og þeir eru og er einnig hætt að útskýra allt fyrir öllum.
Gaga segir að í lok dagsins sé hún einfaldlega kvalin sál. Hvað sem hún meinar nú með því?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig