Ég er þessi týpa sem er alltaf með svona tíu tegundir af glossi, varalitum og öðru dóti á varirnar í töskunni minni…elska að grípa með eitthvað nýtt varadót þegar ég fer í bæinn. Nema hvað að þegar kreppan kremur budduna tími ég ekki að kaupa mér neitt.
Ég klessti restinni af varalitnum ofan í boxið og setti vaselín samanvið. Þessu hrærði ég saman með tannstöngli og úr varð alveg sjúklegt gloss. Tilfellið með varalitinn var það að mér fannst hann kannski aðeins of dökkur þannig að það vandamál var úr sögunni.
Þannig að ef ef þú átt varalit sem þér finnst vera of dökkur eða of þekjandi þá er þetta þjóðráð ef þú nennir ekki að standa í því að setja alltaf eitthvað yfir hann þegar hann er kominn á. Það er líka ágætis hugmynd að nota pensil í heimatilbúna glossið. Ég nota reynar bara puttana.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.