Helgina 18-20 september fer fram námskeið í basískri heilsu á Sólheimum í Grímsnesi, þar sem sérfræðingurinn John Jezewski mun fræða okkur um það nýjasta í þessum fræðum.
John Jezewski er fullur af fróðleik þegar kemur að langlífi og góðri heilsu en síðustu áratugi hefur hann helgað starfi sínu í að vinna með fólki til að ná aftur heilsu.
Hann hefur komið til Íslands reglulega yfir nokkurra ára skeið og haldið námskeið, verið með fyrirlestra og heilsuhelgar á Sólheimum. Hann fer reglulega á ráðstefnur sem tengjast langlífi líkt og hún Solla okkar á Gló, enda er það einn af hans uppáhalds veitingastöðum.
En hvað er basískt matarræði?
Basískt matarræði snýst um að halda jöfnu sýrustigi í líkamanum með því að borða minna af súrum mat, sem virðist vera ríkjandi í nútíma fæðu. Sýrstig er táknað með pH gildi en pH 7.0 er hlutlaust sýrustig. Ph 0-7 er súrt og 7-14 er basískt.
Talið er að aukin neysla á basískum mat geti stuðlað að betri heilsu. Það er gott fyrir hjartað, minnkar líkur á ristil krabbameini og sykursýki II ofl en þegar þú borðar mat með lágt pH gildi þá kemst tímabundið ójafnvægi á sýrustig líkamanns og það er jafnframt slæmt fyrir tannglerunginn.
Svo til að gera þetta einfalt þá snýst basísk heilsa um að borða mat sem hefur pH sýrustig frá 7-10.
Kynörvandi og fegrandi jurtir
Á námskeiðinu er hægt að koma og fræðast um allt sem tengist basískri heilsu og lífstíl og almennan fróðleik um heilsu.
Innifalið í námskeiðinu alla dagana er gisting, matur, fyrirlestrar sem fjalla m.a. um skaldkirtilinn, heilann, blöðruhálskirtil, kynörvandi jurtir og fegrandi jurtir fyrir húðina.
Einnig er hægt að koma bara á laugardeginum og hlusta á fyrirlestur um heilsu karlmanna og kynörvandi jurtir og snæða hádegismat með fyrirlesara og gestum. Allskonar heilsumælingar verða einnig í boði.
Þetta er frábær leið til að slaka á og koma þér í gírinn til að nálgast heilsuna út frá öðru sjónarhorni, eða að ná aftur upp heilsunni.
Fer alveg eftir því hvar þú ert stödd/staddur í augnablikinu og þetta er líka fín leið til að komast í gírinn til að ná þinni kjörþyngd og auka orkuna á sama tíma.
Dagskrá:
- Byrjar kl 16:30 föstudaginn 18. sept til kl 16:00 sunnudaginn 20. sept.
Verð: 49.000kr. Staðfestingargjald er 10.000 (verðið miðast við tvo í herbergi.) - Aðeins Laugardagur kostar 15.000 kr. Innifalið í því er fyrirlestur allan daginn og hádegisverður.
Fyrirlestur með John Jezewski á föstudagskvöldinu, allan laugardaginn og sunnudaginn. Þetta tekur hann fyrir:
1. Heilinn, fer dýpra í starfsemi hans- útskýrir hvernig heilastarfsemina er hægt að auka með réttri næringu og það sem skiptir máli með tengingu á milli hægra og vinstra heilahvels.
2. Kynörvandi jurtir – farið dýpra í það ásamt sértsaka afeitrun.(detox)
3. Skjaldkirtils vandamál skoðuð vandlega
4. Hvers vegna á ekki að taka inn flest bætiefni.
Við fáum heildræna meðferð að eigin vali
Útisundlaug – Heitir pottarBesti hugsanlegi basíski matur sem hún Sirrý kokkur ætlar að búa til handa okkur
Hugleiðsla, Yoga að morgni áður en við byrjum daginn
Sýrustigið, blóðþrýstingur, blóðsykur og æðastífni mælingar
Þú færð frekari upplýsingar hjá Svönu í síma: 8669512, eða senda tölvupóst á sli@internet.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.