Undanfarið hafa fréttir af Tiger Woods og Jesse James verið mjög áberandi vegna framhjáhalda þeirra.
Þeir brugðu báðir á það ráð að lýsa því yfir að þeir væru voða sorrý yfir þessu en að þeir hafi bara ekki ráðið við sig því þeir væru haldnir kynlífsfíkn og þyrftu á meðferð að halda…
Er þetta léleg afsökun eða raunveruleikur sjúkdómur í dag?
Fleiri hafa sótt kynlífsfíknimeðferðir reglulega. Til dæmis Charlie Sheen (sem einnig á við fíkniefnavanda að stríða og er laus höndin) og David Duchovny sem lék hinn alræmda kynlífsfíkil Hank Moody i þáttunum Californication og skráði sig svo í kynlífsfíknarmeðferð að þáttagerð lokinni.
Ég er ekki hlynnt því að sjúkdómsvæða allt þó ég geti viðurkennt að eitthvað sé að í sálarlífi þeirra sem sækja í hömlulaust kynlíf með ókunnugum og það skaðar þá varla að fara í meðferð þegar upp um þá kemst -en samúð mína fá þeir ekki og í mínum bókum eru þeir einfaldega drullusokkar og perrar og fá enga “syndaaflausn” fyrir það eitt að viðurkenna vandamál sín og fara í meðferð.
Ekki finnst mér heldur eiginkonurnar gera þeim neinn greiða með því að henda þeim ekki út öfugum og draslinu þeirra á eftir. Hvernig ætla þeir að bæta sig ef þeir komast endalaust upp með sóðaskapinn?
Og hver sýnir líka einlægan vilja til að bæta sig sem þó ekki tekur skrefið fyrr en upp um hann kemst? Og er hann þá í alvöru hættur?
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.