Já það getur gerst! Það kallast brákað typpi og eru mjög sársaukafull meiðsli sem gerast þegar beinstíft typpið er beygt of harkalega eða hann þrýstir sér óvart á móti hörðu yfirborði, eins og læri bólfélagans eða lífbeini.
Niðurstaðan: Innra hólf limsins rifnar og það veldur háværu hljóði og í kjölfarið kemur nístandi sársauki, bólga og mar. Ef þetta gerist verður vinur þinn að fara beinustu leið á slysamóttöku:
“Án læknisaðstoðar, getur örvefur myndast þegar meiðslin fara að gróa sem leiðir til þess að typpið verður skakkt til frambúðar”, segir læknirinn Sheldon Marks, klínískur aðstoðarprófessor við þvagfæradeild Háskólans í Arizona, College of Medicine, og heilsusérfræðingur karla, á vefsíðunni WebMD.
Þessari spurningu og fleiri sem tengjast kynlífi eru svarað í nýju bókinni frá Cosmopolitan, Eldheitur leiðarvísir að leyndardómum kynlífs. Eins fylgir snilldar plakat með bókinni með sjóðheitum kynlífsstellingum.
Bókin er hrein snilld! Hún er stútfull af afbragðs ráðum, húmor og skemmtilegheitum fyrir fólk á öllum aldri. Mæli með henni fyrir alla sem elska Cosmopolitan og auðvitað kynlíf!
Náðu þér í sjóðheitt eintak í næstu bókabúð. Þú sérð ekki eftir því 🙂
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.