Hefurðu prófað að hlusta á tónlist nýlega meðan þú kelar við karlinn?
Rannsóknir hafa sýnt fram á að góð og (æsandi) tónlist hjálpar fólki að njóta kynlífsins betur. Settu saman disk af lögum sem hafa jákvæð áhrif á mjaðmahreyfingarnar og skelltu honum í tækið þegar þið hoppið upp í ból.
Það má líka gera ‘playlista’ á iTunes.
Að sögn rannsóknaraðila við Massachusetts háskóla örvast sömu svæðin í heilanum, hvort sem þú hlustar á góða tónlist eða nýtur kynlífs.
Þannig að… brenna disk!

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.