Þú kannast við að vera spurð hvort þér ‘finnist það gott’ þegar hann er að eiga við þig undir sænginni.
Sumar upplifa pressu að verða að segja já til að skemma ekki stemmninguna. Þó þér finnist þetta ekkert endilega ofsalega gott. Þetta er eins fyrir strákana.
Prófaðu að umorða spurninguna og í stað þess að spyrja hvort honum finnist þetta gott, vera nákvæm.
Spyrðu frekar hvort þú eigir að fara hægar eða hraðar, halda fastar eða lausar, upp eða niður os.frv.
Með þessum hætti er hægt að koma með einföld svör og enginn þarf að stressa sig á að skemma stemmninguna.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.