“Riiise and shine” – Morgunkynlíf er verulega góð leið til að brjóta upp rútínuna í svefnherberginu og byrja daginn á jákvæðu nótunum – jafnvel betri en skokk eða hálftími í ræktinni.
Morgunkynlífið losar um stress og hristir köngulóavefina úr skrokknum, smyr liðina, ræsir þig. Og makinn er vanalega til í slaginn um leið og hann vaknar því þannig býr náttúran um hnútana.
Fullt af karlmönnum kunna betur við kynlíf á morgnanna en kvöldin þar sem þeir vakna fullir af orku með ‘morgunsperring’. Hvað er það? Jú, yfir nóttina fyllist blaðran og við það verður til einskonar þrýstingur sem veldur því að menn halda reisn lengur en vanalega.
Niðurstaðan er ‘morgunsperringurinn’ og það má alltaf fá eitthvað skemmtilegt út úr honum.
Svo er þetta fegrandi líka… og þegar þú lítur í spegilinn ertu ekki úfin og mygluð heldur rjóð í kinnum með bros á vör. Prófaðu strax í fyrramálið!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.