Lakkrís hefur árum saman (og líklegast öldum) verið notaður í læknisfræðilegum tilgangi.
Jurtafræðingar hafa notað lakkrís til að vinna á meinum í adrenalkirtlum og í kínverskri læknisfræði er lakkrísinn notaður í mjög fjölbreyttum tilgangi.
Hinsvegar kom nýlega í ljós að ef fólk borðar um 25 grömm af lakkrís þá getur það haft bein áhrif á kynhvötina. Það þarf ekki meira til.
Lakkrís inniheldur sýrur sem kallast glycerrhizinic en þær hafa áhrif á eiginleika lifrarinnar til að draga úr virkni cortisol hormóna í líkamanum.
Um leið og cortisol magnið hækkar dregur úr virkni testesteróns og um leið minnkar kynhvötin.
Svo ef þú vilt draga úr eigin losta, eða jafnvel hægja aðeins á einhverjum öðrum, þá er bara að skella poka af Appoló reimum á borðið og segja gersovel…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.