Búddistar hafa í sínum fjölmörgu afbrigðum af sinni trúariðkun farið öfganna á milli í ástundun skírlífis og losta.
Ákveðnum munkareglum var kennt að hugsa um líkamann sem hrúgu af beinum og að kynlíf ætti aðeins heima hjá dýrum.
Konur voru álitnar stórhættulegar og máttu þær ekki undir nokkrum kringumstæðum koma inn í klaustur munkanna þar sem þær myndu setja allt flæði gersamlega úr skorðum.
Theravada búddistar héldu því fram að það væri betra fyrir karlmanns liminn að fara í eldsloga eða snákskjaft, en að fara inn um kvennmannssköp.
Þeim var meira að segja bannað að sofa undir sama þaki og húsdýr af kvenkyni og ef móðir munks úr þessari reglu, féll ofan í skurð (algengt vandamál í suðaustur asíu til forna), þá varð sonurinn að rétta henni prik til að ná henni upp, því ekki gekk að rétta fram óspjallaða höndina.
Öll snerting á milli karla og kvenna var semsagt alveg bönnuð og sjálfsfróun var ekki einusinni til umræðu því allt gekk út á að spara „chi“ orkuna.
Samkvæmt þeirra trú átti mikið af þessari sérstöku orku að vera í sæðinu og þar með skyldi sá þrumuvökvi sparaður eftir allra fremsta megni.
Bannað að fá’ða
Mikið hugvit þessara munka fór í að upphugsa leiðir til forðast alla hugsanlega snertingu kynjanna, en ef svo „ólíklega“ vildi til að munkur kæmist í óvart snertingu við konu, mátti bjarga því með spari útskýringu ef mikið var í húfi og ef munkurinn nógu hátt settur. Ein af reglum þeirra gekk út á að þeir máttu ekki hafa sáðlát á meðan þeir voru vakandi -en hinsvegar giltu aðrar reglur á meðan þeir sváfu blessaðir.
Til er saga af frægum og vinsælum munki sem var á göngu í friðsælli sveit sinni. Allt í einu sótti að honum óútskýranleg syfja og því lagðist hann til hvílu á vegakanti.
Þar sem hann liggur í sakleysi svefnsins kemur aðvífandi fagur flokkur kvenna sem taka allar eftir því hvernig fagurskapaður reður hans stendur sperrtur upp í loftið. Þær svipta sig klæðum leggjast hjá honum, yfir hann og undir og eiga með honum gleðistund, en vegna þess að hann var sofandi allann tímann er hann talinn „saklaus“ og ekkert amast við því fína orðspori sem af honum fer í sveitinni eftir þennan atburð, að hann sé „naut á meðal manna“.
Efinn sækir að…
Þrátt fyrir þessi ströngu boð og bönn þá voru það einungis bræðrareglurnar sem áttu að stunda skírlífi.
Venjulegir búddistar áttu hinsvegar að reyna að halda sig frá holdinu eftir fremsta megni og vonast svo til þess að endurfæðast sem munkar í næsta lífi.
Með tímanum, sérstaklega á norður Indlandi, fór þó mikið af fólki að efast um gildi þessa stranga lífstíls.
Meira að segja munkarnir sjálfir fóru að spyrja sig að því hvort smá kitl og knús gætu nokkuð skemmt svo mikið fyrir trúariðkuninni. Um það bil 500 e.Kr voru nokkrir múnkar í Kashmir gengnir í hjónaband og þrjúhundruð árum síðar átti stofnandi Tíbetska búddismans, Padmasambhava, nokkrar eiginkonur.
Tantra búddisminn leiddi svo til þess að búddaprestar urðu duglegri að ganga í hjónabönd, þar sem kynlíf er óhjákvæmilega mikilvægur þáttur í ástundun Tantra búddismans… en þó ekki sá eini.
Tantra eftir kjötbollurnar
Tantra var lengi og er enn af mörgum talið vera afar heilagt og flókið trúarkerfi, þar sem mataræði, ástundun líkamsæfinga, fórnir og margt fleira fylgdi samfara ástundun kynlífs.
Með tímanum hafa þó ótrúlegustu þættir innan trúarbragða heimsins átt það til að koma upp á yfirborðið í ofur einfaldaðri mynd, sem á þá oftar en ekki að þjóna einhverskonar hagnaðar tilgangi.
Eins og eldra áhugafólk um kynlíf hefur eflaust tekið eftir á sínum tíma, gátu íslensk pör lært hvernig átti að beita nettum tantra brögðum í bólinu þegar búið var að klára kjötbollurnar af disknum og krakkarnir komnir í háttinn. Þetta var gert með sýnikennslu í sjónvarpsþætti sem hafði gríðarlegt áhorf í íslensku sjónvarpi hér um árið.
Þátturinn vakti sterk viðbrögð hjá mörgum og m.a. ýmsum búddistum hérlendis sem leist ekkert á hvernig þetta forna og heilaga kerfi var notað í svo „óheilögum“ tilgangi.
En þá má aftur spyrja hvort sé mikilvægara: Gott kynlíf eða heilagleiki og hver getur aftur sagt okkur hvar draga eigi mörkin á milli þessara tveggja þátta sem hafa verið okkur mannfólkinu svo óendanlega hjartfólgnir í gegnum aldirnar?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.