Sumir karlmenn eiga það til að upplifa sorg og eftirsjá eftir samfarir. Fyrirbæri þetta kallast á ensku post coital tistesse eða PCT sé það skammstafað.
PCT er yfirþyrmandi tilfinning depurðar eftir samfarir og er talsvert algengari hjá körlum en konum. Margir þeirra sem þjást af PCT geta jafnvel upplifað mikinn kvíða í fimm mínútur og allt upp í tvær klukkustundir eftir að samförum líkur.
Ástæðan fyrir þessu mun vera líkamleg þreyta eftir að maðurinn fær fullnægingu. Það er að segja, í stað þess að verða afslappaður og fyllast vellíðan, þyrmir yfir manninn og honum finnst hann veikburða og þreyttur.
Aristóteles og aðrir þekktir rithöfundar hafa skrifað um þetta fyrirbæri sem á sér líka efnafræðilegar skýringar. Hormónið prolactin, sem er notað til að framleiða brjóstamjólk, er einnig að finna í líkömum karlmanna og framleiðsla þess margfaldast af ofurkrafti þegar maðurinn fær fullnægingu í kynlífi. Magn þess verður um 400% meira í kynlífi en þegar maðurinn stundar sjálfsfróun.
Þegar prolactin magnið fellur svo að fullnægingu lokinni hellist depurðinn yfir manninn en önnur og nokkuð einfaldari skýring á depurðinni getur líka verið þegar menn sofa hjá einstaklingum sem þeir kunna kannski ekki neitt sérstaklega við í raun og veru.
Kynlífið getur skapað mikla nánd sem varir á meðan á kynlífinu stendur en um leið og því lýkur hellist raunveruleikinn yfir dapra manninn sem þá, – flýtir sér stundum í fötin og stekkur út. Eða tárast?

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.