Ekki hafa áhyggjur af því að þið hafið ekki nægilegt “úthald” í samlífinu.
Samkvæmt niðurstöðum fjölda kynlífsráðgjafa og þerapista telst eðlilegur tími til samfara um 3-13 mínútur.
Þetta eru rosalega góðar fréttir. Sérstaklega þegar tekið er mið af því að meðaljóninn endist í 7 mínútur og 8 sekúndur…
Með þetta að leiðarljósi er réttast að einbeita sér frekar að góðum forleik sem má gjarna vara með einum eða öðrum hætti frá morgni og fram á kvöld. Smá stroka hér eða þar og ljúf orð í eyra um miðjan dag skapa eftirvæntingu eftir faðmlögum kvöldsins.
Því lengri sem forleikurinn er, því ánægjulegri verður lokaspretturinn.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.