Karlmenn eru yndislegir og ég gæti ekki lifað án þeirra, EN…..Alltof margir karlmenn eru of sjálfselskir í rúminu!
Hvað fær karlmann til að halda að þegar hann er búinn að fá sína fullnægingu sé kynlífinu lokið?
Við höfum allar lent í þessu. Myndarlegur, vel klæddur, ber sig vel, virðist fullkominn karlmaður þar til kemur að bólförum.
Allt gengur vel, gott kynlíf, hann fær það og svo leggst hann við hliðiná þér, kyssir þig á ennið og segir takk fyrir mig og góða nótt.
NEI NEI NEI NEI!
Kynlíf er það nánasta sem tvær manneskjur geta gert, tilfinninga – og líkamlega og eiga báðir aðilar að njóta þess jafn vel. Auðvitað getur kynlíf verið gott án fullnægingar og margar konur eru mjög erfiðar þegar kemur að fullnægingu, en kommon strákar! Ég segi að sjálfsögðu ekki að meirihluti karlmanna sé svona – en of margir sem ég hef deilt rúmi með hafa hugsað fyrst og síðast um sjálfa sig.
Konur verða líka að vera duglegar við að segja karlmönnum hvað þær vilja. Það er mjög auðvelt fyrir flesta karlmenn að fá fullnægingu og margir halda að konur eigi jafn auðvelt með það en svo er aldeilis ekki. Margar konur fá það aldrei í samförum og þurfa því munngælur og/eða hjálpartæki til að komast þangað.
Stærstu mistök sem kona gerir í rúminu? = AÐ FEIKA’ÐA.
Þegar þú feikar það einu sinni gefur þú karlmanninum hugmynd um hversu auðvelt er að láta þig fá fullnægingu og því leggur hann ekki meira á sig í næsta skipti. Það er ÞÉR að kenna, ekki honum. Hvað sem þú gerir, EKKI FEIKA ÞAÐ!
Sjálfselska í rúminu er lang mesta turn off sem ég veit um – jafnvel þótt þér takist ekki að fullnægja konunni, REYNDU þá allavega þitt allra besta og öllum líður betur. Vittu líka að við metum það.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.