Þú hélst kannski að ég væri að tala um að hætta að láta í sér heyra meðan svitnað er í lökin en það er alls ekki það sem Bella á við.
Bella veit betur enda er hollt að láta í sér heyra í bólinu svo lengi sem það truflar ekki nágrannana. Þú andar dýpra og upplifir þannig meiri ánægju. Það sem Bella er að tala um er eitt ódýrasta hjálpartæki í heimi.
EYRNATAPPAR!
Ef þú setur í þig eyrnatappa (eða hann) mun það auka alla næmni og breyta upplifuninni. Þú heyrir eigin andardrátt og blokkerar út restina af heiminum og þannig getur þú einbeitt þér að hinum fjórum skilningarvitunum og notið eigin líkama og þess sem þú ert að leika þér við.
(Ef þú vilt upplifa enn meira, þá bindurðu fyrir augun líka. Saklaust og sætt og alveg einstaklega ódýr skemmtun.)
Eyrnatappar fást í næsta Apóteki og kosta í mesta lagi fimm hundruð krónur.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.