BELLA: Af bólfélögum og kynlífi án tilfinninga – Er þetta hægt?

BELLA: Af bólfélögum og kynlífi án tilfinninga – Er þetta hægt?

Það eru ekki bara karlar sem vilja stundum stunda gott kynlíf án þess að lenda í tilfinningaflækjum. Konur eru kynverur rétt eins og karlar.

Það sem flækir oftast hlutina hjá konum eru tilfinningar. Konur eru miklar tilfinningaverur og eiga erfitt með að setja þær til hliðar þegar kemur að kynlífi, jafnvel þótt þær vilji það.

Það er mjög erfitt að finna karlmann og vera “bara bólfélagar” en Bella dagsins vill meina að það sé hægt.

Það sem helst þarf að passa uppá er að þú laðist meira að honum líkamlega en andlega. Helst þarf hann að hafa enginn sameiginleg áhugamál og helst ekki sömu skoðanir. Þetta hljómar allt voða yfirborðskennt en treystu mér – þetta virkar.

Ekki hringja í hann nema þú sért að leita að smá fjöri heima í svefnherbergi.

downloadUm leið og þið farið að verða vinir byrjar það fljótt að breytast í tilfinningar. Afbrýðisemin kemur alltaf uppá yfirborðið fyrr eða seinna og þá koma alltaf tilfinningar jafnvel þótt þær tilfinningar séu í raun ekki sannar. Því verðið þið að ræða strax að það sem hinn aðilinn gerir með öðru fólki á ekki að tala um ykkar á milli.

Svona “sambönd” verða samt alltaf að hafa sinn enda. Þar kemur trikkí hlutinn.

Það sem best er að gera er að setja ykkur tímamörk. “Við ætlum að stunda kynlíf í tvo mánuði og svo ekki meira” – eftir tvo mánuði getið þið ákveðið framhaldið. Það þýðir ekkert að láta þetta bara ganga áfram því þá endar annar aðilinn oftast særður.

Ég tala af reynslu. Í nokkur skipti varð ég særð en í önnur gekk þetta glimrandi vel. Ég átti þrjá bólfélaga með ágætu millibili sem ég laðaðist mjög að líkamlega en átti ekkert sameiginlegt með. Samtölin voru leiðinleg og því var lítið talað: „Vinna meira, tala minna.”

En ekki gera svona tilraun ef þú treystir þér ekki í að verða ekki hrifinn af manninum. Þá muntu enda með brotið hjarta!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest