Við höfum flest heyrt af því að karlar hugsa meira eða minna um kynlíf allann daginn en rannsókn sem gerð var fyrir sex árum leiddi í ljós að þá dreymir ekki meira um þetta en sterkara kynið.
Þó virðist einhver munur á draumunum blautu. Konur dreymir til að mynda mikið oftar að þær séu í kynlífi með frægum einstaklingum, eða svokölluðum selebbum. Þær dreymir líka um kynlíf með fyrrverandi mökum eða núverandi en karlana dreymir oftar að þeir séu með mörgum kynlífs partnerum í senn. 90% aðspurðra sögðu líka að í draumum þeirra væru það konurnar sem áttu frumkvæðið að kynlífinu. Um 3500 menn og konur tóku þátt í þessari rannsókn.
Árið 2009 komu svo enn aðrar niðurstöður í ljós en þá fengum við að vita að karla dreymir mikið, mikið oftar að þeir séu að hafa samfarir meðan konur dreymir meira um kossa, strokur og allskonar kynóra sem tengjast þeim sem eru í draumum þeirra.
Margt fleira áhugavert kom í ljós í þessari rannsókn, meðal annars að um 4% bæði karla og kvenna sögðust hafa fengið fullnægingu í draumum sínum. Karla dreymir líka bara að þeir sjálfir fái fullnægingu, ekki sá/sú sem þeir eru með í draumunum en konurnar dreymir að bæði fái það.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.