Ef kona sefur hjá mörgum körlum er hún oft álitin lauslát eða drusla en ef karl er með margar í takinu er hann oft álitinn „kvennagull“ af félögum sínum…
Þessu hafa flestar konur hneykslast á lengi og því miður er fátt sem bendir til að viðhorfið sé að breytast, nema þá helst hjá fólki sem er komið yfir fertugt og veit að sjaldan er allt sem sýnist.
Í árlegri könnun sem tímaritið Mens Health gerir til kynlífsviðhorfa karla kemur fram að 31% karla álíta konu druslu ef hún hefur sofið hjá 20 eða fleiri körlum. Á sama tíma var gerð könnun þar sem konur voru fengnar til að svara sömu spurningum og niðurstaðan varð sú að kynin gera mjöög ólíkar kröfur til kynlífshegðunar.
Er ég drusla?
Bæði kynin virðast hallast að því að það sé ráðlegast að eiga ekki of marga rekkjunauta yfir ævina. Þó að 22% karlanna teldu að kona gæti átt allt að 50 elskhuga áður en hún fengi á sig druslustimpilinn voru 18% sem kalla okkur druslur eftir að hafa átt 10 bólfélaga!
Konur álíta að karlmaður fái sinn vonda stimpil þegar hann hefur komist í rúmið með 20-50 konum en aðeins 14% kvenna stimpla karlinn druslu eftir að hann hefur átt 10 ástkonur.
Eldri konur eru umburðarlyndari gegn líflegri kynlífshegðun en þær yngri. Flestar konur, eldri en 25 ára, sögðu karlmenn þurfa að komast yfir fleiri en 50 konur til að fá á sig karlhórustimpil.
Strákar á aldrinum 15-19 ára voru dómharðastir meðan karlar 40 ára og eldri voru sammála um að það skiptir ekki máli hvað þú sefur hjá mörgum – þú færð aldrei stimpilinn á þig.
Öðruvísi fyrir einhleypa
Það þarf hvorki langa né flókna útreikninga til að átta sig á að manneskja sem er ekki í langtímasambandi lifir öðruvísi ástar og kynlífi en sú eða sá sem á í löngu sambandi. Þannig eignast hún/hann líklega jafnframt fleiri rekkjunauta og því lengur sem einhleypingslífið stendur því fleiri bólfélagar án þess að neinn sé að fara að hegða sér eins og afkastamikil klámmyndastjarna. Svo þróast þetta oft í hina áttina; því lengur sem sama manneskjan er utan sambands, því minni verður áhugi hans eða hennar á kynlífi og í jöfnu hlutfalli eykst áhugi viðkomandi á tómstundum.
Lauslæti hefur lítið að gera með fjölda bólfélaga. Lauslæti snýst um viðhorf í eigin garð og einstaklinganna sem sofið er hjá. Það sama gildir í þessu hjá bæði körlum og konum.
Þitt kynlíf er þitt einkamál og kemur engum við. „Fjöldinn“ er líka þitt mál svo hættu bara að telja og haltu áfram að njóta lífisins með smokkinn að vopni og öryggi á oddinum.
___
Smelltu HÉR til að lesa grein um kynlíf og kristna skömm.
Smelltu HÉR til að lesa um druslulagið
Smelltu HÉR til að lesa meira um þessa könnun á Mens Health.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.