Kynlíf er frábært, það fær heiminn til að snúast en það sem er leiðinlegt við kynlíf er að þurfa muna eftir getnaðarvörnunum…
Ég er ein af þeim sem er búin að vera á pillunni árum saman og prófað ótal margar tegundir. Ég komst að því snemma að pillan fer ekki vel í mig og ég fékk því ávallt þær vægustu á markaðnum og var á tímabili á pillu sem lagaði bóluvandamál líka.
En gallinn við að vera á „vægri“ hormónapillu er að ef maður gleymir að taka hana einu sinni þá fer maður strax á túr, þar sem ég átti til að gleyma ansi oft endaði á því að ég var þrisvar sinnum á túr í sama mánuði!
Ég mæli svo sem ekki með því að fólk sé yfirleitt að „dæla í sig“ hormónum en ég fann lausn sem hentar mér, það er hormónahringurinn. Þetta er glær plasthringur sem þú smellir upp í leggöngin og lætur vera þar í þrjár vikur í senn. Hann gefur frá sér lítið magn hormóna daglega og ég finn hvorki fyrir hringnum né aukaverkunum vegna hormóna sem ég hef fundið fyrir áður (…bólur, fitnað, fengið höfuðverk og liðverki og fundið fyrir miklum skapsveiflum).
Ég er afskaplega sátt að þurfa ekki að muna eftir pillu daglega og er sátt við að fara „bara“ á túr einu sinni í mánuði þegar hringurinn er tekinn út.
Ég veit að það er bannað að auglýsa „lyf“ en ég tel mig vera deila reynslu sem geta nýtt svo mörgum öðrum konum vel. Talaðu við lækninn þinn ef þú hefur áhuga 😉
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.