Hvort sem okkur kann að líka það betur eða verr þá er það staðreynd að konur horfa líka á klám.
Vefirnir Buzzfeed og Pornhub gerðu nýverið sameiginlega rannsókn á því hvaða efni konur virðast sækja mest í og niðurstaðan var ekki lengi að koma í ljós. Konur horfa mest á lesbískt klám þar sem aðeins konur koma við sögu.
Í raun eru þær 132 prósent líklegri til að leita það uppi en karlar og þó hafa karlar löngum haft áhuga á þessháttar skemmtiefni.
Tölfræðin gefur þó ekkert upp um það hvort konurnar sem leita eftir þessu efni séu gagn, sam eða tvíkynhneigðar en háu tölurnar leiða líkur að því að gagnkynhneigðar konur hljóti að vera í meirihluta.
En hvað segir þetta okkur?
Ef þú hefur leita að svona efni og hefur gaman af því að skoða það, ertu þá kannski lesbía og næsta mál á dagskrá að koma sér út úr skápnum?
Megan Fleming kynlífsfræðingur segir svo ekki vera:
“Þetta er mun flóknara,” segir hún í viðtali við Womens Health.
“Klám er örugg leið til að rannsaka hvað kemur manni til en þó þú hafir gaman af því að skoða eitthvað á myndum þá þýðir það alls ekki að þig langi til að framkvæma það í raun og veru.”
“Ímyndunaraflið fær útrás við að skoða kynlífsmyndir og þegar um lesbískt klám er að ræða þá er fókusinn allur á líkama konunnar, leikföng og meiri munúð. Að auki eru mikið minni líkur á að þar sé sýnd niðurlæging eða lítilsvirðing sem er algengt fyrirbæri í fullorðinsefni sem er framleitt fyrir gagnkynhneigða karla. Í lesbísku klámefni er fókusinn mestur á munnmök og örvun fyrir konur og þar sem þetta er það sem kemur konum yfirleitt mest til þá er ekki skrítið að þær hafi gaman af því að skoða slíkt efni á skjánum,” segir Fleming og bætir við að einnig sé það algengt vandamál að karlar gefi sér ekki nægan tíma til að ‘hita konuna sína upp’ með góðum forleik.
“Með því að sýna manninum svona myndefni hafa margar konur líka reynt að koma skilaboðum áleiðis: ‘Sjáðu karlinn minn, það er svoooona sem þú átt að fara að þessu’.”
Það sem þótti þó áhugaverðast við þessa rannsókn var að konur skoða klámefni til að mæta þörfum sínum en þar sem meirihlutinn af klámefni, þar sem bæði karlar og konur koma við sögu, gerir ekki mikið úr að mæta raunverulegum þörfum kvenna leita þær annað, – semsagt í lesbíuklámið.
Þar höfum við það!
[heimild: womens health]
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.