Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa gefið öllum grænt ljós á að stunda kynlíf, hvort sem fólk er einhleypt eða í samböndum enda sé kynlíf ekki aðeins gott heldur hollt líka.
„Þó að það geysi faraldur, og stjórnvöld hvetji fólk til að halda fjarlægð frá hvort öðru, þá er allt í lagi fyrir bæði einhleypa og fólk sem er á föstu að stunda kynlíf,“ sagði Kåre Mølbak, einn fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Damerkur á blaðamannafundi sem fór fram síðdegis í Kaupmannahöfn í dag.
„Smitin eiga sér jú fyrst og fremst stað þar sem margir koma saman þannig að nánd á milli tveggja einstaklinga ætti alveg að vera í lagi,“ sagði Kåre og bætti við að kórónavírusinn bærist með hnerra og hósta en ekki sæði eða öðrum líkamsvessum.
„Við erum kynverur og að sjálfssögðu á fólk að stunda kynlíf þrátt fyrir kórónafaraldurinn. Líka einhleypir.“
Við erum kynverur
Søren Brostøm landlæknir í Danmörku, staðfesti þetta og minnti um leið á að auðvitað geti fólk alltaf smitast af þessum sem öðrum sjúkdómum. Á sama tíma var hann þó alveg kýrskýr með það að við eigum helst að vera dugleg að sofa saman:
„Kynlíf er gott. Kynlíf er hollt. Heilbrigðisyfirvöld hvetja til kynlífs. Við erum kynverur og að sjálfssögðu á fólk að stunda kynlíf þrátt fyrir kórónafaraldurinn. Líka einhleypir.“ Brostøm benti í leiðinni á heimasíðu heilbrigðisyfirvalda þar sem farið er yfir leiðbeiningar um öruggt kynlíf og hvatti þjóðina til að kynna sér þær.
Eins og staðan er núna er beinlínis ólöglegt fyrir fleiri en tíu manns að koma saman í Danmörku, bæði utan og innandyra, og líkt og hérlendis hvetja yfirvöld fólk til að passa sig – en stefnumótin eru þó í fínu lagi enda Danir miklir sérfræðingar í að „hygge sig“.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.