Þar kom að því að vísindamönnum tókst að mynda heila konunnar um leið og hún fær fullnægingu.
En þó það hafi tekist að ná myndinni er ekki vitað almennninlega hvað gerist. Það eina sem kom fram var að allur heilinn virðist lýsast upp þegar fullnægingin tekur völdin í líkamanum eða um 80 stöðvar hans.
Heilinn sem hér sést lýsast upp er í 54 ára gömlum kynlífsráðgjafa að nafni Nan Wise en hún bauð sig fram til verksins og sá sjálf um að framkalla áhrifin.
Í myndbandinu má sjá hvernig mikla virkni má greina í gulu og hvítu litunum en rauðu svæðin eru lítil virkni. Eins og sjá má dreifir guli liturinn sér djúpt inn í heilann og nánast allar stöðvar hans lýsast upp á einum eða öðrum tímapunkti. Allur heilinn tekur undir og segja má að þetta sé eins og tilfinningaleg flugeldasýning.
Vísindamennirnir við Rutgers University í New Jersey vonast með þessum rannsóknum til að finna út hvernig hjálpa megi þeim konum sem eiga bágt með að fá fullnægingu að upplifa þá sælu.
Gangi ykkur vel kæru vísindamenn!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.