Það er búið að rannsaka allt á milli himins og jarðar og auðvitað er framhjáhald meðal þess.
Nýlegar niðurstöður slíkrar rannsóknar sýna fram á áhugaverðar niðurstöður.
Þar kemur meðal annars fram að karlar sem eru áhættusæknir, verða auðveldlega spenntir eða eru áhyggjufullir um frammistöðu sína í rúminu eru líklegri til að halda framhjá en aðrir karlar.
Konum sem finnst sem makar þeirra sinni þeim ekki nógu vel eða sýni ekki næga athygli eru svo líklegri til að fara í sleik við aðra en bóndann sinn.
Það sama gildir fyrir konur sem finnst þær ekki standast væntingar maka sinna í bólinu.
23% karla virðast halda framhjá í samböndum sínum og 19% kvenna samkvæmt þessari rannsókn en trúarákafi, menntun og hvort fólk er gift eða í sambúð hefur ekki bein áhrif á niðurstöðurnar, sem er nokkuð áhugavert.
Hinsvegar hefur karakterinn mikið um það að segja hversu mikið trygglyndið er.
Þannig að ef þú vilt auka líkurnar á því að karlinn þinn sé tryggur og trúr þá er spurning um að finna sér rólegan ríkisstarfsmann sem tekur enga sénsa?
-Eða ekki?
(heimild)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.