Áfram með fróðleiksmola Bellu. Nú eru það stærðirnar á kynfærum karla og kvenna sem við ætlum að skoða og þá er tilvalið að byrja á því að fjalla um stærðina á getnaðarlim karla. Hver hefur ekki velt þessu fyrir sér?
Spurningin um stærð getnaðarlimsins hefur í það minnsta velst meira um í höfðum fólks en stærðin á kynfærum kvenna, svo mikið er víst. En hvað er venjulegt?
Af tippastærðum
Venjulegt tippi er víst um fimmtán komma sjötíu og fimm sentimetrar. Ef þú ert karl lesandi og heldur að þú náir ekki alveg upp í þessa viðurkenndu eðlilegu stærð, þá skaltu samt ekki örvænta, því við vitum öll að það er ekki stærðin sem skiptir öllu máli, heldur hvernig þú notar það sem þér var skammtað af skaparanum. Svo eru líka konur með misstór kynfæri eins og fram kemur hér að ofan.
Stærsta tippi sem um getur í læknaskýrslum okkar vestræna heims mun hafa verið um þrjátíu og fimm sentimetrar. Þetta kemur fram í bók Dr. David Reuben, Everything You Always Wanted to Know About Sex. Reuben tekur samt ekki fram hvar hann hafi fundið þetta tippi þannig að það er ekki hægt að sanna neitt!
En… stærsti limur sem sannar sögur fara af var þó heldur enginn stubbur. Sá mældist aðeins sentimetra undir sem gerir þrjátíu og fjórir sentimetrar í fullri reisn og það var Dr. Robert L. Dickinson sem mældi þann stóra strák. Önnur stór tippi sem menn hafa náð að mæla hafa verið frá tuttugu og fjórum komma fimm sentimetrum upp í þrjátíu.
Sú stærsta
Stærstu pjölluna hefur eflaust verið að finna á milli fótanna á risanum Önnu Swan sem fæddist í Skotlandi árið 1846. Þetta var merkiskona sem setti ótal met sökum stærðar sinnar.
Hún fæddist eðlileg en fljótlega fór að togna ansi hratt úr henni og þegar hún var nítján ára þá var hún orðinn tveir metrar og þrjátíu og fjórir sentimetrar á hæð. Til þess að geta unnið fyrir sér fór hún á flakk með sirkúsi sem hafði allskonar furðufugla eins og hana innanborðs.
Þar varð hún ástfanginn af Martin Bates sem var líka skilgreindur sem risi, en hann var meira en tveir metrar og tuttugu sentimetrar á hæð. Saman fluttu þau inn í risastórt hús sem þau fylltu með risastórum húsgögnum. M.a rúmi sem var um fjórir metrar á alla kanta.
Þau giftu sig árið 1872 og með því slógu þau met sem stendur enn, stærsta par heims.
Í risavaxna rúminu sínu gátu þau stærsta barn sem hefur nokkurntíman fæðst en það var tæpir níutíu sentimetrar og um fimmtán kíló.
Þetta barn kom út úr Önnu en lifði ekki lengi. Í dag má enn skoða það í formalín krukku á Heilsusafninu í Cleveland.
…og sú minnsta
Minnstu píkurnar eru svo litlar að það hefur varla verið hægt að mæla þær, þar sem þær virka næstum því eins og nálarauga á milli fótanna. Líffræðilega eðlilegar píkur, þ.e þegar þvagfæri og leggöng eru á sínum stað, geta verið einungis tveir til þrír sentimetrar. Agnarsmáar.
Það má stækka þær með skurðaðgerðum o.f.l aðferðum en hugsanlega gætu þessar “smápíkur” verið smartari með því að sleppa svoleiðis veseni og leita sér bara að maka með kynfæri í svipuðum stærðarflokki.
Þá yrðu nú allir aldeilis glaðir!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.