Kylie Jenner mætti sem litli ljósi sauðurinn í Cosmopolitan partý í fyrradag meðan Kim, Khloe, Kourtney og Kris voru allar í svörtu frá toppi til táar (mætti halda að þær væru íslendingar).
Kylie, sem er 18 ára, grínaðist með að einhver hefði gleymt að senda henni dresskódið fyrir veisluna sem var haldin í tilefni af 50 ára afmæli blaðsins. Hún stakk að minnsta kosti rækilega í stúf þar sem mamma hennar og systur voru eins og svörtu ekkjurnar.
Veislan fór fram í Hollywood á veitingastaðnum Ysabel en Cosmopolitan hefur í áraraðir verið mjög vinsælt skvísublað og nú vefur. Ekki nóg með að mæta í ljósum fatnaði uppúr og niður úr, heldur var hún líka með hvíta tösku og í hvítum skóm.
Systurnar prýða nú forsíðu afmælisritsins en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem þær eru allar saman á forsíðu tímarits. Í blaðinu er skemmtilegt viðtal við þær allar en þar segir eldri systir Kylie, Kendall frá því að Kylie sé bara þessi týpa sem fílar athygli.
„Hún er ljón svo hún hefur aldrei haft neitt á móti því að fá athygli. Svo er hún líka yngsta systirin og hefur alltaf verið pínu afbrýðissöm út í mig. Það er samt búið núna af því hún er alveg með sitt eigið dæmi í gangi og við styðjum hvor aðra alla leið.”
Kendall gefur líka í skyn að þær Kylie séu aðeins öðruvísi en Kardashian systurnar. „Við Kylie erum báðar frekar hugrakkar – mikið hugrakkari en Kardashian systurnar. Við erum með Jenner genin.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.