Kylie Jenner (18): Fann meiköpp artistann á Instagram

Kylie Jenner (18): Fann meiköpp artistann á Instagram

kyliejenner

Kardashian systurnar eru þekktar fyrir meiköpp sem setur trendin (þó sumum finnist þær stundum ganga of langt með high’lighters og sólarpúður.)

Kylie Jenner leitaði samt ekki langt yfir skammt þegar hún fann sinn sérlega meik öpp artista. Hún rakst einfaldlega á hann á Instagram og sendi honum einkaskilaboð þar sem hún bað hann um að vera í bandi næst þegar hann kæmi til L.A. því hana langaði til að vinna með honum.

Förðunarmeistarinn, sem heitir Ariel Tejada, lét ekki segja sér þetta tvisvar en í viðtali við Buzzfeed segir hann frá því hvernig hann einfaldlega þóttist bara vera á leiðinni.

GLAM on my Love @kyliejenner ❤️💄 #MakeupbyAriel A photo posted by Ariel Tejada (@makeupbyariel) on

„Ég átti ekkert erindi til L.A og var ekki einu sinni með flugmiða en ég svaraði strax og sagðist vera á leiðinni í næstu viku og að ég væri alveg geim,” segir hann.

„Hún var alveg ‘obsessed’ yfir meiköppinu sem ég geri,” segir hann og bætir við að fólk sem sé ekki að nýta sér samfélagsmiðlana sé að gera risa stór mistök enda hafði stórstjarnan samband við hann án málalenginga með því að senda honum skilaboð og við það hafi frami hans tekið 90 gráðu snúning í rétta átt.

Glam on My Love @kyliejenner 😍❤️ Can’t wait for her Online Tutorials🙌🙌!! #MakeupbyAriel

A photo posted by Ariel Tejada (@makeupbyariel) on


Frá því hann tók við spöðunum hjá Kylie hefur Ariel Tejada farið sigurför með penslana sína um Hollywood og farðað hverja dívuna á fætur annarri. Meðal annars þær Kendall Jenner, Khloe Kardashian og Naya Rivera.

Hér er “skvísinn” Ariel á Instagram. 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest