Myndlistarvapp um 101 á Fimmtudagskvöld – Styttur bæjarins og önnur list

img2952web

Hvað segir þú um að vappa í kósýheitum um miðborg Reykjavíkur næsta fimmtudagskvöld og taka inn fróðleik um styttur bæjarins og aðra myndlist sem þar er að finna í almenningsrými?

Ásdís Spanó myndlistarkona og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt fara fyrir kvöldgöngu um miðborgina og spá og spekúlera í þeim fjölmörgum útilistaverkum sem þar eru. Að þessu sinni verður gengið meðfram Lækjargötu, upp Bankastrætið og farið um neðri hluta Þingholtanna. Á þessu svæði gefur að líta fleiri listaverk en marga grunar.

Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 kl. 20.

Leiðsagnir um borgina á fimmtudagskvöldum í sumar eru í boði Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur. Hér er viðburðurinn á Facebook. 

Kvöldgangan fer fram á íslensku. Ókeypis þátttaka, allir velkomnir!

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Myndlistarvapp um 101 á Fimmtudagskvöld – Styttur bæjarins og önnur list