Hvað segir þú um að vappa í kósýheitum um miðborg Reykjavíkur næsta fimmtudagskvöld og taka inn fróðleik um styttur bæjarins og aðra myndlist sem þar er að finna í almenningsrými?
Ásdís Spanó myndlistarkona og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt fara fyrir kvöldgöngu um miðborgina og spá og spekúlera í þeim fjölmörgum útilistaverkum sem þar eru. Að þessu sinni verður gengið meðfram Lækjargötu, upp Bankastrætið og farið um neðri hluta Þingholtanna. Á þessu svæði gefur að líta fleiri listaverk en marga grunar.
Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 kl. 20.
Leiðsagnir um borgina á fimmtudagskvöldum í sumar eru í boði Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur. Hér er viðburðurinn á Facebook.
Kvöldgangan fer fram á íslensku. Ókeypis þátttaka, allir velkomnir!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.