Þegar ég var að alast upp þekktist það ekki að fara í bíó yfir sumartímann. En núna er auðvitað öldin önnur og íslensk kvikmyndahús koma með blockbuster sumarmyndirnar á sama tíma og Bandaríkin.
Rétt áður en sumarið gengur í garð spá allir og spekulera í Hollywood hvaða sumarmynd verður aðalmyndin, hver mun óvart slá í gegn og hvaða mynd muni “floppa”.
Fyrir hönd Pjattrófanna tók ég saman tíu myndir sem íslenskir bíógestir ættu að fylgjast vandlega með í sumar. Við byrjum neðst og endum efst í eftirvæntingarröðinni:
10. Magic Mike
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 13 Júlí í Sambíóunum.
Leikarar: Channig Tatum, Alex Pettyfer. Matthew McConaughey, Matt Bomer.
Steven Soderbergh (Oceans Eleven, Sex, lies and videotapes og Traffic) leikstýrir mynd sem einhverjir hafa kallað kómíska blöndu af “Full Monty” og “Boogie Nights”. Myndin byggir á reynslu leikarans Channing Tatum (sem leikur einnig aðalhlutverkið í myndinni) þegar hann var strippari á kvennaklúbbi áður en hann varð heimsfrægur leikari. Við búumst við því margir/margar munu sækja þessa mynd þegar hún kemur í bíó þar sem myndin lofar berum karlmannskroppum að dansa káta dansa. Einnig hefur heyrst að Matthew McConaughey muni bera ALLT í myndinni. Það er þó ekki alveg staðfest – en hver veit….
9. Men In Black 3
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 25. Maí í Smárabíó. Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin
Leikarar: Will Smith, Tommy Lee Jones, Josh Brolin, Emma Thompson, Jemaine Clement, Lady Gaga
Jábbs, þú last rétt. Þriðja myndin um svartklæddu mennina kemur í sumar. Will Smith leikur “Agent J” sem þarf að ferðast aftur í tímann til sjötta áratugarins til að stoppa geimveruárás í nútímanum. Fyrsta myndin sló í gegn um heim allan og sömuleiðis mynd númer tvö þrátt fyrir að hafa fengið kristíska útreið frá gagnrýnendum og bíógestum. Spennandi verður að sjá hvernig þessi mun ganga.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=IyaFEBI_L24 [/youtube]
8. Rock Of Ages
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 20. Júní í Sambíóin.
Leikarar: Tom Cruise, Catherine Zeta Jones, Alec Baldwin, Russell Brand, Mary J Blige.
Tom Cruise í söngleikjamynd? Sem rokkstjarna? Og árið er 1987? OK, það er eitthvað. “Rock of Ages” er mynd efitir leikstjórann Adam Shankman sem leikstýrði endurgerðinni af “Hairspray” sem kom út fyrir 5 árum. Þessi mynd er mjög svipuð í sniðum en þetta er auðvitað byggt á söngleik sem gerist árið 1987 og fjallar um par sem flytur til LA og reynir að slá í gegn sem söngvarar – og auðvitað lendir einhver maðkur í mysunni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=USxhXb5VC5E [/youtube]
7. Ted
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 11. júlí í Laugarásbíó og Smárabíó.
Leikarar: Wark Whalberg, Mila Kunis, Seth MacFarlane.
Það hlaut að koma að því að Seth MacFarlane (gaurinn sem bjó til American Dad og Family Guy ) myndi gera kvikmynd í fullri lengd en þetta er hans fyrsta kvikmynd og vitað er aðdáendurnir hans bíða spenntir eftir sjá útkomuna. Myndin segir frá hinum fullvaxta John Bennett (Mark Whalberg ) sem óskaði sér í æsku að bangsinn hans Ted myndi lifna við – og það gerðist! Þetta lítur út fyrir að vera fjölskyldymynd en treystið okkur þegar við segjum að það er ekki raunin. Bangsinn nefnilega rífur kjaft og reykir gras.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-wtOKVfB1lk [/youtube]
6. The Amazing Spider Man
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 6. Júlí í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin.
Leikarar: Andrew Garfield, Emma Stone, Rhys Ifans, Sally Field, Martin Sheen.
Hollywood “hendir” á okkur enn einni Spiderman mynd mínus Sam Raimi (leikstjóri Spiderman 1- 3) með nýjum Kóngulóarmanni en Andrew Garfield, sem sló í gegn í The Social Network, leikur Peter Parker. Sá er að þessu sinni munaðarlaus miðskólanemi sem fer að grennslast fyrir um hvarf foreldra sína þegar dularfull skjalataska kemst í leitarnar. Það leiðir hann til fyrirtæksins Oscorp en þar fæðist svo Kóngulóarmaðurinn ódauðlegi.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=atCfTRMyjGU [/youtube]
5. The Dictator
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 18 Maí í Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin.
Leikarar: Sacha Baron Cohen, Anna Faris, John C, Reilly, Sir Ben Kingsley, Megan Fox.
Sacha Baron (Ali G, Borat, Bruno) leikur harðstjóra sem hættir lífi sínu í New York til að tryggja að lýðræðið skjóti ekki rótum í því landi sem hann stjórnar með harðri hendi. Það má fastlega búast við að Sacha koma með aðra umdeilda gamanmynd og er markaðsherferðin fyrir einræðisherrann þegar að vekja mikla athygli. Skemmst er minnast þess þegar hann mætti í við Ryan Seacreast á síðustu Óskarsverðlaunahátíð og missti “öskuna” af Kim Jong iL yfir hann allan.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MFsNeR1aJx0&feature=fvst [/youtube]
4. Snow White And The Huntsman
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 1. júní í Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó.
Leikarar: Charlize Theron, Kristen Stewart, Chris Hemsworth.
Þessi mynd er nokkurs konar “twist” á söguna um Mjallhvíti en hún fjallar um vonda drottningu sem skipuleggur árás á Mjallhvíti í dimmum skógi svo hún gæti verið fallegust í ríki sínu. Universal fyrirtækið sem framleiðir myndina leggur mikinn metnað í þessa mynd og er búist við miklu af henni, enda kostaði hún sinn skilding. Sögur segja að það hafi verið eitthvað í kringum 200 milljónir dollara.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dnsPDKU8fDg [/youtube]
3. Dark Shadows
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 11. maí í Sambíóin
Leikarar: Johnny Deep, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green.
Það er engin annar en snillingurinn sjálfur Tim Burton sem gerir þessa mynd sem lofar fáranlega góðu ( allavega miðað við stikluna) Myndin fjallar vampíruna Barnaby Collins sem vaknar til lífsins eftir mörg hundruð ár eftir að álögum illrar nornar var létt af honum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wpWvkFlyl4M&ob=av3n [/youtube]
2. Promethus
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 6 júní í Smárabíó, Laugarásbíó, Háskólabíó og Sambíóin.
Leikarar: Charlize Theron, Noomi Rapace, Guy Pearce, Ben Foster, Michael Fassbinder.
Ridley Scott, sá sami og leikstýrði fyrstu Alien myndinni, kemur hér með nýja Sci Fi hrollvekju sem beðið er eftir með gríðarlegum spenningi. Margir halda því fram að myndin eigi að vera forsaga Alien myndana en Scott var fljótur að blása því af þrátt fyrir að myndin gerist í sama heimi. Myndin segir frá geimkönnuðum sem verða strandaglópar á fjarlægðri stjörnu. Þar uppgötva þau vísbendingar um uppruna mannkynsins á jörðinni en allt fer í steik og þurfa þau í kjölfarið að berjast fyrir framtíð mannkyns. Þess má geta að stærstur hluti myndarinnar var tekin síðasta sumar á íslandi og má meðal annars sjá Gullfoss í hér stiklunni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HHcHYisZFLU [/youtube]
1. The Dark Knight Rises
Áætlaður frumsýningardagur á íslandi: 25 júlí í Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó.
Leikarar: Christian Bale,Tom Hardy, Anna Hathaway, Joseph Gordon-Levitt, Gary Oldman, Michael Caine, Morgan Freeman.
Án gríns, það bíður allur heimurinn eftir að þessi kemur í bíó. Þegar er uppselt á fyrstu sýningar myndarinnar í BNA og búist er við að hún muni jafnvel slá The Dark Knight út af laginu. Það yrði erfitt en við sjáum hvað gerist þegar þessi lendir í bíóhúsum 25 júlí. Leðurblökumaðurinn þarf að kljást við nýjan óvin sem kallar sig Bane sem ætlar að eyðileggja Gotham-borg — og –og — hver er þessi dularfulla Selina Kyle?!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-yh6SriAjdE [/youtube]
SJÁUMST Í BÍÓ!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.